Main Content

Greiðsluaðlögun

Greiðendur eða námsmenn sem hyggjast sækja um greiðsluaðlögun eða hafa þegar sótt um, ættu að hafa nokkur atriði í huga varðandi námslánin.


Þeir greiðendur sem sóttu um greiðsluaðlögun fyrir 1. júlí 2011 fóru í greiðsluskjól strax og Umboðsmaður skuldara hafði formlega móttekið umsókn um greiðsluaðlögun.
Þeir sem hafa sótt um greiðsluaðlögun frá og með 1. júlí 2011 eru ekki í greiðsluskjóli fyrr en að umsókn þeirra hefur verið samþykkt.
Greiðsluskjól þýðir að LÍN hættir öllum innheimtuaðgerðum þar til niðurstaða er komin í málið.
Ef Umboðsmaður skuldara leggur til í greiðsluaðlögunarsamningi að afborganir og vextir falli niður á greiðsluaðlögunartíma, sbr. g-lið 3. gr. laga um greiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010, eru námslán fryst á meðan greiðsluaðlögun stendur.
Það athugast að markaðskjaralán, almenn skuldabréf sem stofnuð eru vegna vanskila eða ofgreiðslu námslána teljast ekki kröfur vegna námslána.
 

Til athugunar fyrir umsækjendur um námslán:

Námsmenn með virka umsókn um greiðsluaðlögun eða samning um hana verða að hafa í huga að námslán fást ekki greidd út hjá sjóðnum ef eldri lán eru í vanskilum.
Ef umsækjandi um námslán er á vanskilaskrá þarf hann að útvega ábyrgðarmann á lánið. 

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN