Main Content

Aksturs- eða dvalarstyrkur

Jöfnunarstyrkur skiptist  í

  • Akstursstyrk. 
  • Dvalarstyrk.

Umsækjendur þurfa að gefa upp á umsókninni hvort þeir sækja skólann frá lögheimili eða dvelja á námsstað. Það fer síðan eftir aðstæðum hvort umsækjandi á rétt á akstursstyrk eða dvalarstyrk.

Akstursstyrkur

Akstursstyrkur er ætlaður þeim nemendum sem sækja skólann frá lögheimili þ.e. keyra daglega í skólann frá lögheimili sínu. Lögheimilið má þó ekki vera í nágrenni skóla.

Sumir skólar bjóða upp á skólaakstur og rennur styrkurinn þá til skólans að hluta til eða að öllu leyti til að mæta þeim kostnaði.

Dvalarstyrkur

Dvalarstyrkur er fyrir þá nemendur sem þurfa að flytja a.m.k. 30 km frá lögheimili sínu og fjölskyldu til að geta stundað nám. Fullur dvalarstyrkur nær til ferðastyrks, fæðisstyrks og húsnæðisstyrks.

Umsækjendur þurfa að gefa upp nafn á húsráðanda og þarf hann að staðfesta að viðkomandi búi í hans húsnæði á eyðublaði sem Lánasjóðurinn sendir út.


Heimavistarskólar senda staðfestingu á hverjir búa á heimavist skólans.  

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN