Main Content

Hvað er jöfnunarstyrkur?

Jöfnunarstyrkur (dreifbýlisstyrkur) er styrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu. Lögheimili má ekki vera í nágrenni við skóla en nánari skýringar er að finna á síðunni "Svæði í nágrenni skóla". Námið verður að vera að lágmarki eins árs skipulagt nám við skóla sem fellur undir lög um framhaldsskóla/menntaskóla.

  • Nám í útlöndum er ekki styrkhæft.
  • Námsmenn í sérnámi/iðnnámi geta átt rétt á bæði námslánum og jöfnunarstyrk. Námsmaður getur þó ekki fengið hvoru tveggja, jöfnunarstyrk og námslán, á sömu önn.
  • Hámarkslengd styrks er til fjögurra ára eða í átta annir.
  • Námsstyrkjanefnd úthlutar styrkjum til styrkhæfra nemenda. Umsóknir skulu berast til LÍN.
  • Nemendur geta sótt um styrkinn á Mitt svæði.
  • Umsóknarfrestur er til 15. október á haustönn og 15. febrúar á vorönn.
  • Berist umsókn hins vegar eftir að frestur rennur út, þ.e.a.s. eftir 15. október og 15. febrúar þá skerðist styrkurinn frá og með 1. nóvember og 1. mars um 15%. Óheimilt er að taka við umsókn sem berst meira en fjórum mánuðum eftir auglýstan umsóknarfrest. 
  • Berist umsóknin meira en mánuði eftir að umsóknarfrestur rann út, þá afgreiðist hún með umsóknum næstu annar.

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN