Main Content

Sækja um í fyrsta sinn

Sækja um í fyrsta sinn - að hverju þarf að huga

 • Námsmenn sem stunda lánshæft nám geta sótt um námslán hjá LÍN.
 • Ákveðnar reglur gilda um hvaða nám er lánshæft, um námsframvindu, tekjumörk og fleira sem námsmenn geta kynnt sér hér á vefnum.
 • Skilyrði sem umsækjendur þurfa að uppfylla eru m.a. að vera fjárráða (18 ára).
 • Ef þeir hafa áður fengið lán þurfa þeir að vera í skilum við sjóðinn.
 • Einnig gilda ákveðin búsetuskilyrði og/eða skilyrði um tengsl við Ísland sem íslenskir og erlendir ríkisborgarar þurfa að uppfylla.
 • Mitt svæði er einkasvæði viðskiptavina LÍN þar sem þeir geta sótt um námslán, skilað gögnum og skoðað stöðu sinna mála.

Jöfnunarstyrkur

 • ATH Allar upplýsingar um jöfnunarstyrk er að finna undir flipanum jöfnunarstyrkur.

Námsmenn erlendis - sértæk atriði

 • Hægt er að sækja um námslán vegna náms erlendis. Mikilvægt er að kynna sér hvaða reglur gilda en hægt er að skoða hvaða skólar eru á skrá hjá LÍN.
 • Námsmenn erlendis þurfa sjálfir að skila inn námsárangri þegar hann liggur fyrir.
 • Umboðsmaður gegnir hlutverki sem milliliður á meðan námsmaður stundar nám erlendis. Umboðsmaður hefur m.a. heimild til að undirrita skuldabréf fyrir hönd námsmannsins.

Skiptinemar - sértæk atriði

 • Ef námsmaður ætlar í skiptinám og vill að framfærsla hans taki mið af framfærslu í námslandinu þarf að sækja sérstaklega um það á Mitt svæði.
 • Mikilvægt er að kynna sér þær reglur sem gilda um skiptinám áður en sótt er um.

Annað nám en háskólanám

 • Viðurkennt sérnám á Íslandi og erlendis er lánshæft að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Mikilvægt er að kynna sér vel hvaða möguleikar eru til staðar.

Réttindi erlendra ríkisborgara

 • Erlendir ríkisborgarar sem eiga lögheimili á Íslandi og stunda lánshæft nám geta átt rétt á námslánum. Sjá nánari upplýsingar á síðunni "Tengsl við Ísland".

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN