Main Content

Framfærslulán

Grunnframfærsla

  • Framfærsla námsmanns í leigu- eða eigin húsnæði kallast grunnframfærsla.
  • Grunnframfærsla á  Íslandi námsárið 2017-2018 er 177.107 kr. á mánuði eða 25.918 kr. fyrir hverja ECTS-einingu sem námsmaður lýkur. Grunnframfærsla miðast við einhleypan námsmann í leigu- eða eigin húsnæði.
  • Fullt lán fyrir námsmann í foreldrahúsnæði er 81.400 kr. á mánuði.
  • Framfærsla námsmanna erlendis miðast við grunnframfærslu þar sem skólinn er staðsettur, sjá fylgiskjal II í úthlutunarreglum LÍN.
  • Hafi námsmaður barn/börn á framfæri undir 18 ára aldri er tekið tillit til þess.

Áhrif tekna

Tekjur á árinu geta haft áhrif til lækkunar á námslán, þar með talið skólagjaldalán og önnur lán.

45% af tekjum umfram frítekjumark dragast frá framfærsluláni. Ef umframtekjur eru það háar að þær eyði út framfærsluláni byrja skólagjaldalánin að skerðast. Sjá upplýsningar undir Áhrif tekna á námslán.

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN