Main Content

Skólar á skrá hjá LÍN

Skólar á Íslandi

Allir lánshæfir skólar á Íslandi eru á skrá hjá LÍN.

Skólar erlendis

Erlendir skólar eru ekki settir á skrá nema námsmaður hafi áður sótt um námslán til þess skóla og fengið samþykki.

Háskólanám

Almennt gildir að allir viðurkenndir háskólar erlendis eru lánshæfir. 

Skóli er þó ekki settur á skrá fyrr en búið er að ganga úr skugga um að skólinn sé viðurkenndur háskóli.

Ef skólinn er ekki á skrá er hægt að senda fyrirspurn ásamt upplýsingum um skólann og námið til LÍN með beiðni um að kanna lánshæfi.

Sérnám (iðnnám, starfsnám og undirbúningstungumálanám)

Allt nám á þessu námsstigi erlendis sem búið er að samþykkja er á skrá hjá LÍN.

Sé skólinn eða námsbrautin ekki á skrá þarf námsmaðurinn að senda LÍN greinargóðar upplýsingar um skólann og námið og verður m.a. skoðað hvort námsbrautin njóti viðurkenningar menntamálayfirvalda í viðkomandi landi og uppfylli skilyrði LÍN að öðru leyti. 

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN