Main Content

Ofgreidd lán

Ef námsmaður hefur fengið greitt lán sem hann reyndist ekki eiga rétt á þarf hann að endurgreiða það.

Ofgreitt lán (oflán) getur myndast af ýmsum ástæðum

  • Algengustu tilvikin eru þegar námsmaður fær greitt skólagjaldalán fyrirfram vegna annar, en skilar ekki lánshæfum árangri á önninni eða hættir í námi.
  • Önnur algeng ástæða er sú að námsmaður reynist hafa hærri tekjur en gefið var upp. Lánið er þá endurreiknað og hafi námsmaðurinn fengið of mikið afgreitt, þarf hann að endurgreiða mismuninn.
  • Lánþegi sem hefur fengið ofgreitt námslán á ekki rétt á frekari fyrirgreiðslu fyrr en hann hefur gert upp ofgreidda lánið.
  • Annaðhvort þarf að staðgreiða hið ofgreidda lán eða gera það upp með sérstöku innheimtuskuldabréfi með afborgunum til allt að 15 mánaða. Athugið að lánþegi þarf að útvega ábyrgðarmann á slíkt skuldabréf.
  • Sé endurgreiðslukröfunni ekki sinnt verður skuldabréfinu lokað og hið ofgreidda lán innheimt sem aukaafborgun af námsláninu.
  • Ef um er að ræða ofgreitt lán vegna skólagjalda sem sannanlega hafa verið greidd og fást ekki endurgreidd frá skólanum má fresta innheimtu ofgreidda lánsins fram á upphaf næstu annar.
  • Skili námsmaður ekki innritunarvottorði í sama skóla fyrir þá önn er útbúið endurgreiðsluskuldabréf og skal þá lánstími að jafnaði ekki vera lengri en 15 mánuðir.

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN