Main Content

Önnur lán

Ferðalán:

Námsmenn erlendis og námsmenn á Íslandi sem eiga lögheimili a.m.k. 100 km frá námsstað eiga rétt á ferðaláni. 

Ferðalán þarf ekki að sækja um sérstaklega.

Lán sem þarf að sækja um sérstaklega:

Meðlagslán:

Námsmenn sem greiða meðlög geta sótt um aukalán vegna þess.

Makalán:

Við sérstakar aðstæður getur námsmaður sótt um makalán, sjá grein 4.4 í úthlutunarreglum LÍN.

Lán vegna ófyrirsjáanlegra breytinga:

Námsmaður á möguleika á að sækja um aukalán ef ófyrirsjáanlegar breytingar verða á högum hans á námstíma, s.s. veikindi eða andlát í fjölskyldu.

Lán vegna sjúkratrygginga:

Námsmenn sem greiða háar sjúkratryggingar eða sjúkrakostnað erlendis geta sótt um að þeim kostnaði sé mætt.

Nánari grein er gert fyrir hverjum lánaflokki fyrir sig á viðkomandi síðum. 

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN