Main Content

Skólagjaldalán

Almennt

  • Hægt er að sækja um skólagjaldalán til  grunnnáms í háskóla, framhaldsháskólanáms og sérnáms ef skólagjöld eru hærri en 75.000 kr. á námsárinu 2017-2018.
  • Veitt er lán í eina önn að loknum 22 ECTS-einingum, í tvær annir að loknum 44 ECTS-einingum og á sumarönn að loknum 60 ECTS-einingum.
  • Ath. þó að alltaf verður að ljúka lágmarksárangri á önn til að eiga rétt á skólagjaldaláni, þ.e. 22 ECTS-einingum á haust- og vorönn og 15 ECTS-ein. á sumarönn.

Fyrirframgreidd skólagjaldalán

  • Námsmenn sem hafa lokið a.m.k. einni önn í lánshæfu námi geta sótt um að fá skólagjaldalánin greidd fyrirfram fyrir hverja önn.
  •  Aldrei eru greidd út skólagjaldalán fyrirfram nema fyrir eina önn í einu.

Hámark skólagjaldalána hjá námsmanni

Hámark skólagjaldalána skv. úthlutunarreglum námsárið 2017-2018:

  • 3.500.000 kr. vegna náms á Íslandi.
  • 44.100 USD vegna náms í Bandaríkjunum.
  • 27.400 GBP vegna náms í Bretlandi.
  • 40.000 EUR vegna náms á evrusvæðinu.
  • Fleiri lönd (sjá fylgiskjal III).

Athugið að þetta er heildarhámark fyrir hvern námsmann fyrir öll hans námsár. Ekki er hægt að sækja um lán vegna skólagjalda umfram ofangreindar hámarksupphæðir nema ef nám er skipulagt líkt og læknisfræðinám, þ.e. samfellt nám lengra en 5 ár. Þá er heimilt að bæta við framangreint skólagjaldahámark á 6. ári náms, allt að kr. 1.500.000 eða ígildi þess í erlendri mynt miðað við gengi 1. júní 2017.

Námsmenn í framhaldsháskólanámi sem greiða há skólagjöld geta fengið hámarksupphæðina á einu námsári eða dreift láninu á fleiri námsár.

Námsmenn í fyrrihlutaháskólanámi eða sérnámi geta geta mest fengið 1/3 af framangreindu hámarksláni á hverju skólaári.

Athugið; eftirfarandi regla gæti skipt máli fyrir þá sem stundað hafa nám í fleiri en einum námsferli: Hámark samanlagðra skólagjaldalána miðast við tilgreint hámark í síðasta námslandi.

Í lok hvers námsferils er reiknað út hversu hátt hlutfall námsmaður hefur nýtt sér af skólagjaldahámarki viðkomandi lands. Þetta hlutfall er svo notað áfram í næsta ferli þegar svigrúm til frekari námslána er fundið.

Áhrif tekna

Tekjur á árinu geta haft áhrif til lækkunar á námslán, þar með talið skólagjaldalán og önnur lán.Tekjur umfram frítekjumark dragast fyrst frá framfærsluláni. Ef tekjur eru það háar að þær eyði út framfærsluláni byrja skólagjaldalánin að skerðast. Sjá upplýsningar undir Áhrif tekna á námslán.

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN