Main Content

Umsókn

Umsóknarblað á er á Mitt svæði 

Mitt svæði er aðgengilegt í gegnum heimasíðu LÍN og island.is.

Skilyrði fyrir því að sækja um námslán:

  • Umsækjendur verða að vera fjárráða (18 ára) til að geta sótt um námslán.
  • Ákveðin búsetuskilyrði gilda og/eða skilyrði um tengsl við Ísland sem íslenskir og erlendir ríkisborgara þurfa að uppfylla.
  • Skilyrði sem námsmenn þurfa m.a. að uppfylla, til þess að teljast lánshæfir sem lántakendur hjá sjóðnum, eru að þeir séu ekki á vanskilaskrá né í vanskilum við sjóðinn þegar sótt er um nýtt lán, bú þeirra sé ekki í gjaldþrotameðferð og hafi ekki áður verið tekið til gjaldþrotaskipta, svo og að sjóðurinn hafi ekki áður þurft að afskrifa lán gagnvart viðkomandi.
  • Teljist námsmaður ekki lánshæfur skv. framangreindu getur hann sótt um undanþágu frá þessari grein enda sýni hann fram á annað, eða að hann leggi fram tryggingar sem sjóðurinn telur viðunandi, s.s. veð eða sjálfskuldarábyrgð þriðja aðila.
  • Undanþága frá ofangreindum skilyrðum er þó aldrei veitt vegna námsmanns sem er í vanskilum við sjóðinn.
  • Sömu kröfur eru gerðar til ábyrgðarmanna og gerðar eru til lánþega sbr. kafla 5.3 í úthlutunarreglum sjóðsins.

Sækja þarf um námslán fyrir hvert skólaár. Hægt er að sækja um allt skólaárið (haust- og vorönn) í einu lagi.

 Umsóknarfrestir 2017-2018:

  • Haustönn 2017; til og með 30. nóvember 2017. Berist umsókn eftir þann tíma gildir hún einungis fyrir á vorönn.
  • Vorönn 2018; lokafrestur vegna náms á vorönn er til og með 30. apríl 2018.
  • Sumarönn 2018; umsókn um lán á sumarönn þarf að berast eigi síðar en 30. júní 2018.

Berist umsókn eftir framangreinda umsóknarfresti getur námsmaður ekki fengið námslán fyrir þá önn.

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN