Main Content

Úthlutunarreglur fyrir námsárið 2018-2019

  • 04.04.2018


Meðal helstu breytinga sem nú hafa verið gerðar á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir námsárið 2018-2019 eru að framfærslugrunnur námsmanna innanlands hækkar og einstaklingar sem njóta alþjóðlegrar verndar eða hafa dvalarleyfi á Íslandi vegna mannúðarsjónarmiða eiga rétt á námslánum.

Framfærslugrunnur námsmanna innanlands hækkar úr 92% af reiknaðri framfærslu þeirra í 96%. Þannig er ráðgert að ráðstöfunartekjur námsmanna standi aðeins undir 4% af reiknaðri framfærsluþörf þeirra á námstímanum í stað 8% áður. 

Einstaklingar sem fengið hafa alþjóðlega vernd hér á landi eða hafa dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eiga nú rétt á námslánum hjá Lánasjóðnum séu þeir komnir til landsins og staðfesting Útlendingastofnunar á réttarstöðu þeirra eða dvalarleyfi liggi fyrir.

 

Sjá hér úthlutunarreglurnar í heild sinni.

Námsmenn

Jöfnunarstyrkur

Greiðendur

Ábyrgðarmenn

Um LÍN